Ólíkt höfumst við að

Punktar

Þjóðverjar muna enn eftir hungrinu og fara því vel með fé. Því hefur þjóðin orðið ríkust á meginlandinu. Þjóðverjar eyða þegar þeir eiga, en eyða ekki út á plastkort. Íslendingar kunna hins vegar ekki fótum sínum forráð, eyða þegar þeir geta skuldað. Kortavelta fólks hefur aukizt um 5,3% síðan í fyrra. Hægir á öflun gjaldeyris upp í ofurskuldir. Það kalla hagfræðibörnin „hagvöxt“, en þau stíga raunar ekki í vitið. Íslendingar eru núna eins og þeir voru fyrir viðreisn 1961. Eyða hverri krónu, sem þeir sjá. Vita, að hún er verðlaus og lækkar meira. Hún hefur ekki geymsluþol, en samt köllum við hana gjaldmiðil.