Olíunirflar

Punktar

Auðug ríki múslima eru ekki eins örlát og Vesturlönd á fé til hjálparstarfa á flóðasvæðum Suður-Asíu, þótt þar búi múslimar, til dæmis í Indónesíu. Meðan Þýzkaland með 400 milljónir dollara og Japan með 500 milljónir, svo og flest ríki Evrópusambandsins leggja fram stórfé miðað við íbúafjölda, hafa arabísk ríki tekið seint við sér. Sádi-Arabía lagði þó um síðir 75 milljónir dollara af mörkum, svo og Þróunarbanki Íslams 500 milljónir, en lítið hefur heyrzt frá olíuríkjum Persaflóa. Þótt ástæða sé til að kvarta yfir framlagi Bandaríkjanna, eru auðug múslimaríki nízkust allra.