Olíustuldir

Punktar

George Monbiot skýrir í Guardian frá fjárglæfrum í olíusölu frá Írak undir verndarvæng Bandaríkjanna. 4,6 milljarðar dollara runnu í vasa Saddam Hussein vegna ólöglegrar olíusölu til Jórdans og Tyrklands, sem Bandaríkin vissu um og vernduðu. Ennfremur getur hernámsliðið í Írak ekki gert grein fyrir 8,8 milljörðum dollara af fjárlögum. Í þriðja lagi kröfðust yfirmenn í hernum milljóna dollara í mútur fyrir aðgang að verktöku í landinu. Loks hafa Bandaríkin stolið sem svarar hálfum milljarði dollara af olíu í landinu á hernámstímanum. Þessar glæpatölur ná til miðs árs 2004.