Olíuverð áfram hrunið

Punktar

Á hálfu ári hefur olía fallið um helming í verði á Brent mælikvarða, úr 115 dollurum á tunnu í 61 dollar. Ekkert bendir til, að hún hækki senn í verði. Ali al-Naimi, olíuráðherra Sádi-Arabíu, SEGIR, að framleiðsla verði ekki dregin saman, þótt verð fari niður í 20 dollara. Núverandi verð mundi koma skýrt fram í olíuverði á Íslandi, nema fyrir samráð olíufélaga um okurverð. Hins vegar er þetta slæmt fyrir olíuríki eins og Rússland. Rússar munu til dæmis eiga erfitt með að borga fyrir innflutning á íslenzkum fiski. Mun koma niður á makrílverði. En ríkisstjórnin á að knýja samráðs-einokunina til að stórlækka olíu og benzín.