Öll blöð í lítið brot

Punktar

Peter Preston, útgáfustjóri brezku Guardian-blaðanna, segir í Observer, að dagblaðinu Independent hafi gengið vel að prófa að hafa hluta upplagsins í smáblaðaformi eins og við þekkjum á Íslandi. Salan hafi aukizt verulega á tilraunasvæðinu. Preston telur ólíklegt, að Independent hyggist lengi gefa út tvær útgáfur samhliða, á breiðsíðum og smásíðum. Hann telur, að velgengni Independent á þessu sviði þrýsti á hin brezku breiðsíðublöðin, Guardian, Times og Telegraph að fylgja í kjölfarið, þegar litið sé til lengri tíma en eins árs.