Öll eru þau vinstri græn

Punktar

Eva Joly og Alain Lipietz eru þingmenn vinstri grænna á Evrópuþinginu. Þau telja, að bankafurstar eigi ekki að njóta verndar ríkisstjórna. Ekki beri að leggja byrðar á almenning vegna hruns banka. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þeim. Hin er þrautin þyngri að fá viðsemjendur okkar til að viðurkenna það. Ríkisstjórnir Bretlands og Hollands eru á Blair-kanti stjórnmálanna og munu ekki hlusta á Joly og Lipietz. Munu ekki heldur hlusta á tillögu um, að vinstri grænn Joschka Fischer verði sáttasemjari. Vandinn við tillögur hinna ágætu vinstri græningja er, að erfitt verður að fá hlustun hjá Gordon Brown.