Öll Evrópa er blá

Punktar

Einn þekktasti dálkahöfundur hægri manna í New York Times, Thomas L. Friedman, er staddur í París um þessar mundir. Í greinum furðar hann sig á, að öll Evrópa sé blá. Hann er þar að tala um klofning í Bandaríkjunum milli blárra ríkja, sem kjósa demókrata og rauðra ríkja, sem kjósa repúblikana. Friedman segir, að brezkir íhaldsmenn séu bláir eins og aðrir Bretar og sama sé að segja um íhaldsmenn um alla Evrópu. Þeir væru demókratar í Bandaríkjunum. Sömu sögu er auðvitað að segja á Íslandi, þar sem formaður hægri manna vill nota sölu Símans til að byggja risavaxið sjúkrahús.