Aðeins eitt sagði Sigmundur Davíð við Fréttablaðið, er ég vissi ekki áður. Hann heldur, að allir Íslendingar séu kröfuhafar. Sennilega þekkir hann enga aðra en Tortóla-fólk með fé í aflandsfélögum. Heldur að öll þjóðin sé eins og vinir sínir. Hlýtur að vera athyglisvert fyrir þann helming þjóðarinnar, sem á varla til hnífs og skeiðar. Í heimi Sigmundar hafa allir úti öll spjót til að hafa fé af ríkinu. Sjálfur þykist hann eiga heima á afskekktu eyðibýli í Jökulsárhlíð til að fá styrk út á það. Kjarni málsins er þó hinn sami og áður. Sigmundur hélt milljarðinum leyndum fyrir allri þjóðinni unz blaðamenn komu upp um hann.