Öllu gumsinu var sjónvarpað

Punktar

Þótt margir þingmenn reyndust vilja losna við ríkisstjórnina, vildu fáir þingrof og nýjar kosningar. Atkvæðagreiðslan á Alþingi í gærkvöldi sýndi, að ýmsir stjórnarandstæðingar vilja gæta hófs í stjórnarandstöðu. Stóra fréttin var, að Guðmundur Steingrímsson framsóknarþingmaður hafnaði vantraustinu. Litla fréttin var, að Ásmundur Einar Daðason gerðist fyrsti þingmaður þjóðrembuflokks Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Öllu gumsinu var sjónvarpað, líklega til að draga enn úr vinsældum Alþingis. Voru þær þó daprar fyrir. Lífið heldur áfram, en stjórnin er heldur veikari en hún var.