Ólöf Nordal er komin í hóp ráðherra, sem tala í eina átt og starfa í hina. „Ég stend ekki þegjandi hjá“ sór hún á kirkjugólfi um helgina, einmitt er hún hafði staðið þegjandi hjá. Hafði sagt Albaníumálið alfarið á ábyrgð hinnar sívinsælu Útlendingastofnunar, sem á sér langa frægðarsögu. Ólöf þagði um lagaákvæði, sem heimilar mannlegar tilfinningar í samskiptum kerfisins við útlendinga. Þagði um rétt ráðherra til að grípa inn í heimskulegar ráðagerðir fasista. Fór í staðinn í kirkju til að sverja eið. Er hún að verða eins og Ásmundur Friðriksson? Og svo er Bjarni Ben farinn að harma kjör láglaunafólks. Fer himinninn að hrynja?