Ólögleg gisting

Ferðir

Athuganir benda til að fjórðungur gistirýmis á höfuðborgarsvæðinu sé utan laga og réttar. Ríkið hefur ekkert gert til að koma böndum á lögbrotin. Missir því af eðlilegum skatttekjum. Brýnna er að koma þessu í lag en að skattleggja meira þá, sem starfa innan ramma laganna. Í sjálfu sér er ég hlynntur hærri vaski á gistingu til jafns við annan rekstur. Tel þó rétt að byrja á að hreinsa til í spillingunni. Allar aðgerðir eða aðgerðaleysi hins opinbera hefur áhrif á markaðinn. Eftirlitsleysi með skattsvikum skekkir markaðinn á kostnað löglegs rekstrar. Grefur einnig undan siðgæði okkar.