Ölvaður af velgengni

Punktar

Forseti Íslands er orðinn svo ölvaður af dálæti þjóðarinnar, að hann ruglar út í eitt. Hafði í einni og sömu þingsetningarræðu tvær gagnstæðar skoðanir á afstöðu Evrópusambandsins til Íslands. Í fyrsta lagi fullyrti hann, að Evrópusambandið hefði engan áhuga á aðild Íslands. Í öðru lagi, að það yrði Evrópusambandinu áfall ef Íslendingar höfnuðu aðild að Evrópusambandinu. Annað getur verið rétt, en ekki hvort tveggja. Vinsælt ruglið í forsetanum hefur því miður haft töluverð áhrif á lélega pólitíkusa. Í auknum mæli fara þeir með órökstutt bull og komast upp með það hjá fjölmiðlum og kjósendum.