Ómar tekur ekkert

Punktar

Ómar Ragnarsson tekur samkvæmt síðustu könnunum ekkert fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Ég hafði reiknað með 10% af fylgi flokksins eða 3% af heildarfjölda kjósenda. En sjálfstæðismenn geta verið sæmilega grænir án þess að það ráði úrslitum um atkvæði þeirra. Þeir treysta fyrst og fremst forustunni. Þeir reikna með, að hún dempi stóriðjustefnuna, annað hvort í samstarfi við Samfylkinguna eða Vinstri græna. Þeir yfirgefa ekki flokk, sem þeir reikna með að skaffi vel stæðum borgurum. Þeir munu því ekki kjósa hægri grænan flokk Ómars Ragnarssonar. Og enn síður gamlingjaflokkinn.