Í nýrri hrinu ódæðisverka Ísraels á hernumdum svæðum Palestínu er gott að muna tvennt. Í fyrsta lagi stríðir atferli Ísraels gegn öllum ákvæðum Genfarsáttmálans um meðferð hernumins fólks. Hitt er, að hér er sérstök sjónvarpsstöð helguð stuðningi við helför nútímans. Á Omega sitja örvasa stríðshetjur við borð og dásama Ísrael í bak fyrir. Þeir trúa spásögn um, að sigur Ísraels í stríði í Botnalöndum sé upphaf langþráðs heimsenda. Trúarofstæki þetta er útbreitt í Bandaríkjunum, en sjaldgæft hér. Samt tekst stuðningsmönnum Ísraelsríkis að halda úti sjónvarpi um hugsjón sína.