Ómerkileg upphæð

Punktar

Héraðsdómari ákvað í gær, að lágmark upphæðar í húfi væri 250.000 krónur, er menn sækja banka til saka. Lalli Johns og félagar eru þá ranglega dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi fyrir stuld á bjórkippu. Nema órefsivert bil sé frá 250.000 krónum niður í til dæmis 20.000. Þótt mér finnist 250.000 vera glás, finnst dómara það vera lítið, nánast ómarktækt. Gaman væri að vita, hvar í lögum er rætt um slík mörk. Kannski hafa dómarar bara of hátt kaup. Vænta má fleiri sýknudóma fyrir “varla umtalsverða” glæpi. Kannski flokkast nauðgun þar fyrir neðan og sú hegðun, sem lagatæknar kalla að “fara á svig við lög”.