Fleiri en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vekja athygli fyrir ósvífna pólitík. Ögmundur Jónasson stjórnarandstæðingur keppir við ríkisstjórnarsinna. Gamli innanríkisráðherrann heimtar, að innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum verði frestað. Hann leggur þetta fram tveim vikum eftir eigin embættislok. Sem innanríkisráðherra lagði hann þetta ekki til. Nei, bara eftir að hann var orðinn ábyrgðarlaus. Þetta er sami lýðskrumarinn, er sagði Evrópu vera eitt eldhaf, þar sem Íslendingum væri boðið eldvatn og glerperlur fyrir að gefa eftir sjálfstæðið. Sumum verstu þjóðrembingunum er bara alls ekki sjálfrátt.