Ömurlega staðreyndin

Punktar

Á banabeði ríkisstjórnar Geirs H. Haarde var ríkissjóður notaður til að reisa nýja banka á rústum hinna gömlu. Gerði kleift eftir hrunið að halda viðskiptum í gangi frá degi til dags. Kostaði fjögurhundruð milljarða króna, þegar gjaldþrot seðlabanka Davíðs er meðtalið. Þetta er sá baggi, sem veldur skattahækkunum á auðmenn og samdrætti í þjónustu, til dæmis Landsspítalans. Bagginn hindrar, að ríkissjóður geti lagt aðrar byrðar á skattgreiðendur, til dæmis af háum íbúðaskuldum heimila. Allur þorri þess dæmis er hjá nærri gjaldþrota Íbúðalánasjóði og hjá lífeyrissjóðunum, en ekki hjá bönkunum.