Pétur H. Blöndal vill afnema gjaldeyrishöft sem fyrst. Samt er aflandsgengi krónunnar lægra en seðlabankagengið. 220 krónur á evruna í stað 160 króna á evruna. Engin eftirspurn er að krónunni, enda er hún verðlaus erlendis. Ætli hugmynd Péturs sé ekki í ætt við gamla hugmynd hans um “fé án hirðis”. Fyrir nokkrum árum vildi hann breyta sparisjóðum í hlutafélög, svo að betur væri hirt um féð. Farið var að tillögunni. Sjóðirnir voru gerðir að hlutafélögum. En þeir voru skafnir innan eins og bankarnir og þeim var steypt lóðbeint á hausinn. Síðan má efast um, að meiri eftirspurn sé að Pétri en krónunni.