Sannleikurinn er lágt skrifaður í gömlum og úreltum siðareglum blaðamanna á Íslandi. Það er helzti munurinn á þeim reglum og erlendum reglum. Um leið er það helmingurinn af vandræðunum af völdum úrskurða siðareglunefndar. Hinn helmingur vandræðanna stafar af, að nefndin ber ekkert skynbragð á blaðamennsku og metur hana augum félagsfræðamenntaðra vandamálafræðinga. Úrskurður nefndarinnar gegn skúbbi Kastljóss um spillingu við veitingu ríkisborgararéttar er gott dæmi um þessa vandræðasúpu. Hún er hins vegar ekki ný af nálinnu. Siðareglunefndin hefur áratugum saman verið ónothæf.