Ónothæfur sendiherra

Punktar

Menn deila um, hvort rétt sé að láta lélega pólitíkusa bera aðra ábyrgð en pólitíska. Geir H. Haarde er dæmi. Hélt illa á innreið Íslands í bankahrun. Hafði ekki lögmæta fundi og hélt hruni leyndu fyrir samráðherrum, meðan hann laug að þjóðinni. Sumir segja, að nóg hafi verið að refsa honum pólitískt, en dómsmál hafi verið ofkeyrð refsing. Ófært er samt, að hann sé skipaður sendiherra ríkisins, jafnvel þótt í Bandaríkjunum sé. Slíkt mundi jafngilda yfirlýsingu um, að Íslendingar væru ekki siðferðilega í lagi. Mundu Ítalir gera Berlusconi að sendiherra í Washington? Við skuldum Geir enga vegtyllu.