Íslenzkir bankar hafa hingað til sloppið vel frá kreppunni. Þeir tóku ekki þátt í vafasömum fasteignalánum, sem knésettu erlenda banka. Komast þó ekki lengur í ódýrt fé til að endurlána hér. Eru orðnir ónýtir sem lánastofnanir innanlands. Geta bara lánað með okurvöxtum. Þetta kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Fá dæmi eru um, að rekstur standi undir vöxtunum, sem bankar heimta nú. Og venjulegt fólk nýtur þess, að Íbúðalánasjóður er enn til. Í verðbólgunni skrimtir fólk með því að kaupa ekkert upp í skuld, enga bíla, engan lúxus. Vandinn hefst svo, þegar bankar hækka vexti á gömlum lánum.