Þingmenn höfuðborgarsvæðisins eru svo ónýtir og algerlega gagnslausir umbjóðendum sínum, að þeir samþykktu allir nema Gunnar B. Birgisson fjögurra ára samgönguáætlun, sem dregur fé frá brýnum stórverkum á höfuðborgarsvæðinu í óþörf vegagöng á fáförnum leiðum fjarri alfaraleiðum. Þetta voru þingmenn beggja kjördæmanna í Reykjavík og kragakjördæmisins umhverfis Reykjavík. Þetta voru þingmenn allra flokka á þessu svæði. Höfuðborgarsvæðið vantar einn stjórnmálaflokk, sem ver svæðið fyrir ágangi og áreiti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra.