Ópera sem veitingahús

Veitingar

Einboðið er að breyta Gamla bíói í veitingahús. Skorturinn á eldhúsi verður leystur með því að koma eldhúsi fyrir á leiksviðinu. Þar má draga tjald frá og fyrir. Kalla upp kokkana með hrifningarklappi. Þeir, sem eru enn svangir, geta hrópað “encore, encore, encore”. Óperuhús með svölum hentar enn betur en bíósalur sem veitingasalur. Þá geta menn horft af ýmsum svölum á kokkana við vinnu sína. Þegar þjónarnir þyrpast á leiksviðið til að syngja út matinn, getum við staðið upp og klappað. Veitingahús sem ópera. Ekkert skrítnara en veitingahús sem myndlist, þar sem fyrst og fremst er pælt í útliti matar.