Kosturinn við Bandaríkin er, að þar er lýðræði tekið alvarlega og þjóðfélagið haft opið. Nánast daglega les ég góðar fréttir, þar sem fjölmiðlar nota opinn aðgang að skjölum og gagnabönkum til að koma á óvart og bæta samfélagið. Hér er lýðræði bara upp á punt, enda er samfélagið í eðli sínu lokað, eins og embættismennirnir innlendu vildu hafa það, áður en Danir heimtuðu að fólk fengi að kjósa hér á landi. Við virðumst óhrædd um, að embættismenn safni gögnum um okkur, en getum samt ekki hugsað okkur að nágranninn komist í það. Við hugsum eins og þrælarnir í gamla daga.