Orkuveitan hljóðritar símtöl, en geymir þau í of skamman tíma, aðeins þrjá mánuði. Lengri tíma getur tekið að uppgötva, hvort símtal verði gagn í málaferlum eða forsenda aðgerða í öryggismálum. Það er brenglað sjónarmið, að persónuvernd hvíli yfir símtali milli tveggja aðila. Margir nota símtöl til að ausa hótunum, klámi og annarri andstyggð yfir viðmælandann. Það er ekki einkamál friðarspilla og krefst að mínu viti ekki persónuverndar þeirra. Almennt eiga allir, sem það geta, að taka upp símtöl til að verja sig gegn brengluðu fólki, er telur símann vera vopn í taugastríði.