RÚNAR VILHJÁLMSSON prófessor hefur dregið saman niðurstöður ýmissa rannsókna á árangri mismunandi heilbrigðiskerfa. Þær sýna, að félagslegt kerfi með ókeypis heilsuþjónustu skilar beztum árangri. Blandað kerfi einkarekstrar og opinbers rekstrar að evrópskum hætti skilar árangri í meðallagi. Einkarekstur eins og í Bandaríkjunum skilar lökustum árangri. Þar er kerfið dýrast á mann og þjónar aðeins hálfri þjóðinni. Enda eru heilsa og ævilíkur lakari þar en á Kúbu, sem hefur félagslegan rekstur. Öfugt við niðurstöður rannsókna stefnir ríkisstjórn Íslands að eyðileggingu ríkisrekstrar í heilsuþjónustu. Að einkavæðingu hennar.