Opinber stæði í gíslingu

Punktar

Eigendur Kersins í Grímsnesi geta ekki lokað fyrir rútum. Samkvæmt Járnsíðu og lögum frá 1999 er bannað að loka aðgangi að landi. Ef Óskar Magnússon lokar bílaplani, sem ríkið hefur borgað, parkera rútur bara í vegkantinum. Ef yfirvöldum umferðar finnst þær trufla umferðina þar, geta þau talað við Óskar. Sagt honum, að þau eigi bílastæðin og vilji fá þau opnuð að nýju. Málið er milli yfirvalda og landeigenda, sem hafa tekið opinber bílastæði í gíslingu. Rútumenn eiga ekki að gefast upp. Betra er að láta reyna á, hvað Óskar vill fara langt í ólögum sínum. Ef hann girðir, skal ég lána naglbít.