Opinberir vellir

Fjölmiðlun

Deilur magnast milli alþjóðlegra íþróttasambanda og fjölmiðlasambanda um greiðslur fyrir kappleiki. Íþróttasamböndin þrengja að fréttum og myndum til að fá aukið svigrúm fyrir sýningar á leikjum. Það stríðir gegn hefðum blaðamennsku um, að ekki sé greitt fyrir fréttir. Íþróttasamböndin eru einnig farin að krefjast greiðslna fyrir myndir og texta frá íþróttavöllum. Til dæmis fyrir myndir í bókum og meðfylgjandi texta. Þau telja sig eiga íþróttagreinarnar og geta selt þær. Fjölmiðlasamböndin segja, að vellirnir séu að miklu leyti greiddir af almannafé og séu því opinberir staðir.