Frábærar eru hugmyndir um að koma hér upp jarðvegi fyrir birtingu skjala, sem haldið er leyndum fyrir almenningi. Fyrirmyndin er Wikileaks, sem birti lánabók Kaupþings. Við þurfum að koma upp hliðstæðu safni. Án þess að armur réttvísinnar elti þá uppi, sem afla slíks efnis eða koma því á vefinn. Hins vegar finnst mér aðstandendur hugmyndarinnar gera sér of háa hugmynd um, að árangur náist með þingsályktun. Þær eru viljayfirlýsingar þingmanna, sem sjaldnast leiða til lagafrumvarpa. Miklu nær er að leggja fram lagafrumvarp, sem beinlínis bannar afskipti kerfisins af opnum gagnabönkum leyniskjala.