BBC hefur eftir Fíkniefna- og glæpastofnun Sameinuðu þjóðanna, að framleiðsla ópíums sé að magnast í Afganistan að nýju eftir mikinn samdrátt á valdaskeiði Taliban. Tveir þriðju heimsframleiðslunnar koma nú frá Afganistan. Stofnunin telur, að ríkisvaldið sé að hruni komið og að völdin séu að færast í hendur fíkniefnabaróna. Þessi óheillaþróun stafar af innrás og hernámi af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, meðal annars Atlantshafsbandalagsins og er þar af leiðandi á íslenzkri ábyrgð. Hernámið hefur leitt til stjórnleysis og uppgangs héraðsherstjóra.