Flestir, sem fylgjast pínulítið með pólitík, gera sér grein fyrir stöðu Bjarna Benediktssonar. Gætir ekki kjósenda eða kosningaloforða sinna. Einbeitir sér að þjónustu við ættingja sína og aðra auðgreifa. Fylgið hrynur samt ekki og hann fær jafnvel ábót, þegar Framsókn tapar fylgi. Kjósendur flokkanna tveggja eru ekki pólitískir. Munurinn er, að Framsókn er þjóðrembdari. Kjósendur þeirra fylgja sínu liði eins og áhugafólk um fótbolta. Raunar hefur Flokkurinn juðast frá hruni úr 40% fylgi niður í 25%. Afrek út af fyrir sig, sem ekki má vanmeta. Vonandi leiða fréttir úr skattaskjólum til, að botninn færist enn neðar, í 20%.