Oprah hefur talað

Punktar

Walter Cronkite sjónvarpsþulur sagði Bandaríkjunum 1968, að stríðið gegn Víetnam væri hrunið. Skömmu síðar gafst Lyndon B. Johnson forseti upp á pólitík. Nú hefur sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey sagt Bandaríkjunum, að stríðið gegn Írak sé hrunið. Gerði það á frægum stuðningsfundi með Barack Obama forsetaframbjóðanda. Miðjufólkið trúði í gamla daga á Cronkite og nú á Oprah. Það hefur fattað, að stríðsandstaða jafngildi ekki landráðum. Það hefur fattað, að ríkisstjórnin er að kollvarpa bandarísku þjóðfélagi. Fyrir tilstilli Oprah Winfrey eru repúblikanar á leið í langa útlegð frá völdum.