Óráðsíufólk hossast á fátækum

Punktar

Skuldavandi heimilanna snýst einkum um ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti sína aðra eða þriðju íbúð árin 2004-2008. Því fólk þarf að hjálpa með sértækum aðgerðum. Hagsmunasamtök óráðsíufólks vilja hins vegar almennar aðgerðir handa hinum hlutanum, þeim sem keyptu sér risavaxin hús og hækkaða jeppa. Talsmaður samtakanna gætir hagsmuna síðari hópsins, er í honum sjálfur. Þannig standa hagsmunasamtökin og Sigmundur Davíð og Þór Saari gegn því að hægt sé í friði að lina þjáningar fyrri hópsins. Þeir eru í trylltri baráttu við að lina þjáningar hátekjufólks. Á sama tíma bíða hinir þurfandi.