Efast um sameiginlegt framboð stjórnarandstöðuflokka. Þegar slíkt hefur verið reynt, kvarnast jafnan úr heildarfylginu. Sannfærðir eins flokks menn vilja ekki kjósa lista með fólki úr öðrum flokkum. Skynsamlegra er að lýsa vilja til samstarfs út á tilgreind atriði sameiginleg. Ég efast líka um heilindi gömlu flokkanna á brýnustu sviðum. Tel Samfylkinguna hafa lítinn áhuga á að siðvæða bankana, bankavinir Árna eru þar sterkir. Tel Samfylkinguna og Vinstri græna hafa lítinn áhuga á innköllun kvótans og uppboði veiðileyfa, hvað þá á nýju stjórnarskránni. Flokkarnir sviku hvort tveggja við lok síðasta kjörtímabils.