Orð eru ekki steinar

Punktar

Orð er ekki úr steini, það flýtur eins og vatn. Hreyfingin gerir tungumálið flott. Blæbrigði eru á merkingu orðs eftir stöðu þess í setningu, málsgrein, málslið, efnisheild. Einnig er munur eftir áherzlu í framsögn og á rökrænu samhengi orðanna. Þess vegna er villandi, að segja klippt og skorið, orð þýði þetta og ekki hitt. Íslenzk lögfræði og dómvenja eru meingölluð af ofuráherzlu á orð. Til dæmis gera dómarar greinarmun og gæfumun á orðunum “skoða” og “rannsaka”. Orðskýringar lögfræði og dómstóla eiga sér litla stoð í málvenju. Þær leiða til orðhengilsháttar, sem einkennir íslenzka dómvenju.