Orð og athafnir fara á mis

Punktar

Þótt stjórnmálaflokkarnir hafi ýmsar stofnanir, sem semja stefnuskrár og eiga fræðilega séð að hafa ýmis önnur áhrif, er reyndin sú, að gerðir ráðherra og þingmanna eru hin raunverulega stefna flokka. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn í rauninni eins mikill óvinur höfuðborgarsvæðisins og Framsóknarflokkurinn. Ráðherrar flokksins og þingmenn efla misrétti landshluta. Til dæmis fær höfuðborgarsvæðið aðeins 18% af nýlega veittu 5,6 milljarða viðbótarfé til vegamála í atvinnubótaskyni, þótt þar sé 69% af atvinnuleysinu og 56% af mannfólkinu. Ráðherrar og samgöngunefndarmenn flokksins gæta þess líka, að Vegagerðin seinki útreikningum á framkvæmdum í Reykjavík, svo sem mislægum gatnamótum á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, svo að unnt sé að fullyrða, að undirbúningur þeirra sé of skammt á veg kominn til hafa með í atvinnubótapakkanum. Sjálfstæðisflokkurinn þykist vera vinsamlegur höfuðborgarsvæðinu, en í gerðum ráðherra og þingmanna er hann svarinn óvinur þess.