Orð nýja ráðherrans á liðnu ári:
„Við sögðum, að við myndum aldrei ganga í Evrópusambandið nema að undangenginni kosningu og við ætlum ekkert að ganga í Evrópusambandið. Þannig að það þarf enga kosningu.“ „Alveg hrífst ég af, hvað stjórnarandstaðan er hrifin af formanni mínum og ég er ekki hissa á því“. „Hvers vegna nærist þjóðarvitundin á sífellt neikvæðum fréttum, fremur en jákvæðum?“ „Mér finnst alltaf vera mjög tortryggt allt, sem framsóknarmenn leggja til og tala um og snúið út úr því á alla enda og kanta.“ „Ég held, að menn skilji ekki alveg hugsanagang framsóknarmanna, sem mér finnst vera bara ljúfur og góður.“ „Viljum við fórna því að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“
Vonandi verða verkin viturlegri en orðin.