Orð skulu ekki standa

Punktar

Heimdallur gaf árið 1953 út bókina “Þeirra eigin orð” með safni tilvitnana í andstæðinga. Óli Björn Kárason gaf út aðra bók í fyrra undir sama nafni. Sumpart gagnleg söfn á skoðunum manna. Bezt er safnið, ef það sýnir, hvort menn hafi staðið við loforð. Sú er merking máltækisins “Orð skulu standa”, sem oft er notað í sömu andrá og “Þeirra eigin orð”. En safnið á stundum að sýna, að einhver hafi einhvern tíma haft aðra skoðun en í annan tíma. Þá er safnið marklaust. Fólk má alls ekki vera fast í skoðunum, heldur skipta um skoðun eftir upplýsingum hvers tíma. Til dæmis um flækjurnar í IceSave.