Orðahríð gegn Íran

Punktar

Bandaríkin hafa mánuðum saman haldið uppi linnulausum málflutningi gegn Íran, studdan þeirri ógn, sem Íran stafar af bandarískum her í Afganistan í austri og Írak í vestri. Orðahríðin hefur magnað óvissu í þeim heimshluta og veikt stöðu vestrænt þenkjandi Írana, sem erkiklerkar saka um að vera handbendi Bandaríkjanna. Ekki er líklegt, að Íran gefi eftir í deilunni, enda hefur jafnvel Bretland sagt skýrum orðum, að það taki ekki þátt í bandarískum hernaði í Íran. Reikna má með, að bandarískur her verði enn óvinsælli í Íran en hann hefur reynzt vera í Afganistan og Írak. En því miður kann núverandi Bandaríkjastjórn lítið annað í mannlegum samskiptum en ógnanir, hótanir og refsingar annars vegar og mútur hins vegar. Neil MacFarquhar skrifar um þetta í International Herald Tribune.