Orðaleppar fjármálaráðherra

Punktar

Fjármálaráðherra segir, að á óvart komi gagnrýni Ríkisendurskoðunar á kaup ríkisins á hlutafé í Sjóvá. Það er rangt. Hún kemur bara Steingrími á óvart. Hann segir almenna heimild vera í lögum og fjáraukalögum 2008 og 2009 til slíkra verka. Það er rangt, Steingrímur getur ekki sukkað tólf milljörðum framhjá fjárlögum. Enn segir hann tvímælalaust rétt að tryggja mikilvæga hagsmuni. Það er líka rangt hjá honum. Verknaðurinn er ekki tvímælalaus, heldur í hæsta máta umdeilanlegur. Þannig er hann eins og aumur lagatæknir. Býr til orðaleppa til að fela brennslu sína á tólf milljörðum af skattfé.