Títt er, að menn drepi umræðu á dreif með því að tala um innri eða gamla merkingu orða. Segja til dæmis, að gyðingar eða múslimar séu ekki kynþættir og að illt umtal um þá sé því ekki rasismi. Orðhenglafólki varðar ekkert um alþjóðlegt samkomulag um, að rasismi sé víðtækara orð. Nái yfir ótta við trú, menningu og siði annarra. Annað dæmi er orðið mannréttindi. Menn bíta sig í, að það snúist bara um kosningarétt. Samt er alþjóðlegt samkomulag um, að þau snúist líka um efnahagsleg, velferðarleg og menningarleg mannréttindi. Slíka sátt vanvirðir orðhenglafólkið og hangir fast í sínum þröngu orðskýringum.