Orðhenglar dómara

Punktar

Eitthvað meira en lítið er að í dómskerfinu, þegar lög ná ekki fram að ganga vegna fyrirstöðu dómstóla. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá riftunarmáli þrotabús Milestone gegn Karli Wernerssyni vegna “óljósra” lagaákvæða. Áttu nýju lögin þó að taka af öll tvímæli um þetta. Dómarinn kýs að ganga gegn vilja Alþingis og beitir fyrir sig formsatriðum. Þetta er því miður allt of algengt. Dómarar lesa endanlegan lagatexta eins og andskotinn les biblíuna. Þeir blása á greinargerðir og umræður á þingi, sem sýna þó greinilega, hvað við er átt. Orðhenglar dómara geta kollvarpað fjölda mála gegn hrunverjum.