Orðhenglar lagatækna

Punktar

Lagatæknar eru lagnir við að klippa sérþætti almennra hugtaka um glæpi. Tala um þá eins og eitthvað allt annað en glæp. Þannig mildast þjófnaðir og fela ekki lengur í sér brot. Í stað lögbrota tala lagatæknar um að “fara á svig við” lög. Eins og lög séu staurar í skíðabrekku, sem fara þurfi kringum. Þjófnaður starfsmanns breytist fyrst í “umboðssvik”, síðan í “gjafagerning” og loks í “örlætisgerning” í munni ríkisendurskoðanda. Og er þá væntanlega ekki lengur refsiverður. Dómarar skilja ekki flókinn þjófnað, nenna ekki að kalla til sérfróða meðdómara, kalla stuldinn “vanreifaðan” og vinka bless.