Ekki er hægt að segja, að ríkisstjórnin taki á öllum mikilvægum málum. Ekki er heldur hægt að segja, að hún hafi gefið út innantóm loforð. Við vitum hvorugt enn. Um þessa ríkisstjórn gildir það sama og um allar aðrar stjórnir og um stjórnmál yfirleitt. Við megum ekki dæma hana af orðum hennar. Við getum bara dæmt hana af verkum hennar. Orð eru einskis virði, borðið eitt skiptir máli. Við getum metið ríkisstjórnina áður en við förum í kjörklefann 25. apríl og það nægir okkur alveg.