Orðin vísa á rökþrot

Punktar

Takið ekki mark á fólki, sem flaggar áróðursorðum á borð við „hagvöxtur“ eða „framleiðni“. Mælikvarðarnir að baki eru oft ónothæfir eða villandi. Að baki orðsins hagvöxtur er aukin viðskiptavelta, sem kemur efnahag lítið eða ekkert við. Orðið er notað til að gefa í skyn, að brask sé þjóðhagslega hagkvæmt. Enn verra er orðið framleiðni. Það er notað til að gefa í skyn, að launafólk vinni of lítið. Í rauninni mælir orðið, hvað borgað er fyrir vinnuna. Orðið er aðeins mælikvarði á launagreiðslur. Nánast daglega er það notað á einhverjum vettvangi til að gera lítið úr launafólki. Samtök atvinnurekenda nota svona áróðursorð.