Bjarni Benediktsson varð alvöruformaður Sjálfstæðisflokksins í dag. Ekki lengur í skugga skrímsladeildar Davíðs Oddssonar. Sýndi sjálfstæðan vilja, tók stöðu með atvinnuvegunum gegn þjóðrembdum lýðskrumurum. Skrímsladeildin lyppaðist niður á fundi Bjarna í Valhöll í dag. Bað bara um þjóðaratkvæði. Efnislega sagðist Bjarni bara ætla að skoða málið. Hann hefur nú fengið traustsyfirlýsingar ýmissa flokksfélaga eftir hrinu mótdrægra yfirlýsinga í vikunni. Atlögunni að honum er lokið með ósigri Davíðs. Bjarni er ekki lengur gerviformaður upp á náð Davíðs, heldur orðinn sinn eigin herra.