Orðspor þaggast ekki

Punktar

Öðlist menn orðstír eða verði breytingar á orðspori, gerist það í samfélagi fólks, ekki í réttarsölum. Úrskurði dómari, að orðalag um fólk standist eða standist ekki, verða litlar sem engar breytingar á orðspori. Það lifir utan úrskurða í réttarsölum. Nokkrir útrásarvíkingar hafa kært orðalag um sig í fjölmiðlum og jafnvel í bloggi. Líta má á málaferlin sem eins konar tilraun til þöggunar. Dómar hafa fallið út og suður eins og slíkir gera yfirleitt. Samt verða engar breytingar á orðspori víkinganna. Fólk heldur áfram að segja kost og löst á víkingum. Þeir sækja nefnilega ekki orðstír til dómara.