Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafa breytt um stefnu í málum banka, sem ofkeyra sig. Hér eftir telst skattgreiðendum ekki skylt að leysa banka og sjóði úr óreiðunni. Lánardrottnarnir verða að borga brúsann. Einnig eigendur banka og sjóða, svo og þeir, sem eiga inni háar fjárhæðir. Aðeins þeir fá greitt, sem eiga inni minna en 100.000 evrur. Stjórn Geirs H. Haarde hefði átt að fara þessa leið í neyðarlögunum 2008, þá hefði tjón ríkisins orðið skaplegt. Hér eftir mun Evrópusambandið svara svona málum með að senda vandann bara aftur til bankanna. “Kemur okkur ekki við”, mun Evrópa segja.