Ég hef alltaf haldið, að Davíð og Hannes hugsuðu eins og ein og sama sál. Í Mogga heldur Davíð áfram að ráðast á Bjarna og þorra Sjálfstæðisflokksins, sem styður hann. Á blogginu segir Hannes, að menn eigi ekki að segja sig úr flokknum. Heldur reyna að sveigja flokkinn af leið sinni. Þetta bendir til, að harmur náhirðarinnar sé sár. En ekki svo nístandi, að menn segi sig úr flokknum. Það gera bara fáir prinsíppmenn eins og Andrés Magnússon og Skafti Harðarson, sem Hannes getur sérstaklega. Við eigum því ekki von á sérstökum náhirðar-flokki. Hún mun þreyja þorrann sem öreind á útjaðri Flokksins.