Edda Jóhannsdóttir, blaðamaður Eyjunnar, gerði vel í viðtali á hlaupum við Robert Fisk. Hann er þekktasti blaðamaður Breta, sérfræðingur í Írak, talar skýrt. Um Obama sagði Fisk: “Þótt demókratinn Barack Obama sé uppáhalds forsetaefni flestra á Vesturlöndum, mun það ekkert hafa að segja. Hvenær gerði bandarískur forseti eitthvað annað en lofa Ísrael og fara í stríð?” Um stríðið í miðausturlöndum sagði hann: “Við erum búin að tapa. Íraks-aðgerðin er dauð og við höfum tapað hálfu Afganistan.” Um hryðjuverk sagði hann: “Við eigum að kalla allan her heim og þá eru hryðjuverk úr sögunni.”